Meginmál

Fjármálaeftirlitið hefur metið VÍS hf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Kviku banka hf. Akta sjóðum hf. og Júpíter rekstrarfélagi hf.

ATH: Þessi grein er frá 10. mars 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vátryggingafélag Íslands hf., kt. 690689-2009, sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Kviku banka hf. sem nemur allt að 33%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. 

Fjármálaeftirlitið hefur einnig metið Vátryggingafélag Íslands hf. hæft til að fara með allt að 33% virkan eignarhlut í Akta sjóðum hf. og Júpíter rekstrarfélagi hf. með óbeinni hlutdeild.