Meginmál

Vegna fréttar fyrr í dag

ATH: Þessi grein er frá 20. mars 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Ónákvæmni gætti í frétt Fjármálaeftirlitsins fyrr í dag þar sem fjallað var um kaup fjárfesta á tæplega 30% eignarhlut í Arion banka. Í fréttinni sagði að umræddum hlutum fylgdi ekki atkvæðisréttur, en hið rétta er að Fjármálaeftirlitið hefur vitneskju um þetta atriði að því er varðar þrjá stærstu aðilana, en hefur ekki upplýsingar um þetta atriði varðandi þann fjórða.