Meginmál

Upplýsingar um fyrirhuguð kaup Seðlabankans á aflandskrónum

ATH: Þessi grein er frá 23. mars 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Þegar tilkynnt var um samning Seðlabanka Íslands við aflandskrónueigendur 12. mars sl. var jafnframt tilkynnt að aflandskrónueigendum sem ekki hefðu gert samkomulag við bankann yrði boðið að gera sams konar samninga. Unnið er að undirbúningi  viðskipta við aðra aflandskrónueigendur og verða nánari upplýsingar birtar á næstu dögum.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að frestur til að ganga að tilboði Seðlabankans telst ekki hefjast fyrr en nánari upplýsingar um fyrirkomulag viðskiptanna hafa verið birtar.