Meginmál

Vefritið Fjármál er komið út

ATH: Þessi grein er frá 27. mars 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármál, vefrit Fjármálaeftirlitsins, er komið út með fjölbreytilegu efni. Greinin: Hverjir eiga erindi í stjórn lífeyrissjóðs? er skrifuð af þeim Helgu Rut Eysteinsdóttur, lögfræðingi á eftirlitssviði, Hrafnhildi S. Mooney sérfræðingi á greiningarsviði og Maríu Finnsdóttur, sérfræðingi í fjárhagslegu eftirliti.  Þá skrifar Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur á eftirlitssviði, grein sem nefnist FinTech – framtíð fjármálagerninga og Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur í áhættugreiningu skrifar grein sem ber yfirskriftina Lífeyriskerfið – Áhætta sjóðfélaga. Ritinu lýkur á ritdómi um bókina Naked Statistics eftir Charles Wheelan en dóminn ritar Jón Ævar Pálmason, forstöðumaður á greiningarsviði Fjármálaeftirlitsins.