Meginmál

Nýir forstöðumenn á sviði fjármálastöðugleika í Seðlabanka Íslands

ATH: Þessi grein er frá 5. apríl 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Guðrún Ögmundsdóttir (sjá mynd hér fyrir neðan) hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns lausafjáráhættu og fjármálafyrirtækja. Guðrún er með meistarapróf í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hún hóf störf í Seðlabanka Íslands árið 2004 en hefur starfað sem sérfræðingur á sviði fjármálastöðugleika frá árinu 2006.

Eggert Þröstur Þórarinsson (sjá mynd) hefur verið ráðinn í stöðu forstöðumanns þjóðhagsvarúðar. Hann mun jafnframt gegna stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra fjármálastöðugleika. Eggert er með meistarapróf í fjármálum frá University of Cambridge í Bretlandi og meistarapróf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Eggert hefur starfað í Seðlabanka Íslands á sviði fjármálastöðugleika frá árinu 2010.