Meginmál

Umræðuskjal um drög að reglum um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga

ATH: Þessi grein er frá 5. apríl 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 8/2017 sem inniheldur drög að reglum um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga. Um er að ræða nýjar reglur sem settar eru með heimild í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.

Fjármálaeftirlitið óskar eftir því að athugasemdir umsagnaraðila við umræðuskjalið berist eigi síðar en 24. apríl næstkomandi.