Meginmál

Dreifibréf til fjármálafyrirtækja vegna væntanlegra laga um skortsölu fjármálagerninga og tiltekna þætti skuldatrygginga

ATH: Þessi grein er frá 19. apríl 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið sendi í dag fjármálafyrirtækjum dreifibréf þar sem bent var á að frumvarp til laga um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga hefur verið lagt fram á Alþingi. Eins og segir í dreifibréfinu er með framlagningu frumvarpsins stefnt að því að reglugerð Evrópusambandsins um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga nr. 236/2012 verði innleidd í íslensk lög og samkvæmt frumvarpinu munu lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi.

Í dreifibréfinu er að finna upplýsingar um hvar helstu upplýsingar um skortsölureglugerðina sé að finna á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Þá er í bréfinu einnig vakin sérstök athygli á ákveðnum atriðum reglugerðarinnar.