Fara beint í Meginmál

Samkomulag um sátt vegna brots Birtu lífeyrissjóðs á 40. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki28. apríl 2017

Hinn 24. mars 2017 gerðu Fjármálaeftirlitið og Birta lífeyrissjóður, hér eftir einnig nefndur málsaðili, með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots gegn 40. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 (fftl.).