Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2017 er haldinn í dag 4. maí klukkan 16:00 í sal A&B á Hilton Reykjavík Nordica. Fundinn ávarpa Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Hér er ársskýrslan sem pdf skjal.
Til ársfundarins er meðal annars boðið ýmsum samstarfsaðilum Fjármálaeftirlitsins, helstu stjórnendum fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, vátryggingafélaga og fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni auk annarra aðila sem heyra undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins