Meginmál

Fjármálainnviðir 2017

ATH: Þessi grein er frá 7. júní 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Ritið Fjármálainnviðir 2017 hefur nú verið birt hér á vef Seðlabanka Íslands. Í ritinu er m.a. fjallað um það hvort rafvæðing reiðufjár sé skammt undan, um gjaldtöku í kortaviðskiptum og um netárásir. Fjármálainnviðir eru kerfislega mikilvæg greiðslu- og uppgjörskerfi og önnur kerfi sem eru á meðal þeirra þátta sem horft er til við mat á fjármálastöðugleika. Ritið Fjármálainnviðir hefur komið út einu sinni á ári frá árinu 2013, en áður var þessi umfjöllun hluti af ritinu Fjármálastöðugleiki.

Sjá hér ritið Fjármálainnviðir 2017: Fjármálainnviðir 2017, útgefnir 7. júní 2017.