Fara beint í Meginmál

Samsteyptar útgáfur nokkurra EES gerða á sviði fjármálaþjónustu6. júlí 2017

EFTA skrifstofan í Brussel hefur útbúið samsteyptar útgáfur á ensku af nokkrum EES gerðum á sviði fjármálaþjónustu sem eru nú aðgengilegar á heimasíðu EFTA. Í útgáfunum hefur aðlögunartexti úr ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar verið færður inn í texta gerðanna til hægðarauka fyrir notendur.

Um er að ræða eftirtaldar gerðir:

Stofnreglugerðir evrópsku eftirlitsstofnananna (EBA, ESMA og EIOPA)

Stofnreglugerð evrópska kerfisáhætturáðsins (ESRB)

CRA reglugerðin um lánshæfismatsfyrirtæki

EMIR reglugerðin um innviði fjármálamarkaða

Skortsölureglugerðin

AiFMD tilskipunin um sérhæfða sjóði

Einnig eru til samsteyptar útgáfur af ESAs reglugerðunum (EBA, ESMA, EIOPA) og ESRB reglugerðinni á íslensku. Þær eru aðgengilegar í umsagnarskjali frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá 7.3.2017 sem er að finna á vef Alþingis.