Meginmál

Svar við bréfi ASÍ og SA um tilgreindan séreignarsparnað

ATH: Þessi grein er frá 21. júlí 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur svarað sameiginlegu bréfi Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins vegna tilgreindar séreignar nokkurra lífeyrissjóða frá 19. júlí síðastliðnum. Sameiginlegt bréf samtakanna var umfjöllunarefni fjölmiðla fyrr í þessari viku. Fjármálaeftirlitið hefur yfirfarið þau sjónarmið sem fram koma í bréfi ASÍ og SA og telur ekki tilefni til að endurskoða efni dreifibréfs stofnunarinnar frá 7. júlí síðastliðnum.