Fara beint í Meginmál

Erindi aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands um ástand og horfur í efnahagsmálum 5. september 2017

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, flutti í dag erindi hjá Félagi atvinnurekenda um ástand og horfur í efnahagsmálum og um peningastefnuna hér á landi. Í erindinu fjallaði Þórarinn m.a. um hagstæð ytri skilyrði sem rekja má til búhnykkja og um vaxtandi spennu í þjóðarbúinu, jafnframt því sem hann lýsti minnkandi frávikum frá markmiðum peningastefnunnar og minni sveiflum í verðbólgu og verðbólguvæntingum.