Nýlega kom út ritgerðin Cycles in housing markets, policy and finance eftir Lúðvík Elíasson hagfræðing á fjármálastöðugleikasviði Seðlabankans. Ritgerðin birtist í bókinni Nordic Experiences of Sustainable Planning: Policy and Practice sem ritstýrt er af Sigríði Kristjánsdóttur skipulagsfræðingi og er gefin út af Routledge útgáfunni í London. Ritgerð Lúðvíks fjallar um tímabundnar og varanlegar breytingar í eftirspurn á fasteignamarkaði og mismunandi viðbrögð við þeim. Þar er meðal annars fjallað um þjóðhagsvarúðartæki á fasteignamarkaði og beitingu þeirra á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum.
Ritgerð um breytingar í eftirspurn á fasteignamarkaði og viðbrögð við þeim
ATH: Þessi grein er frá 21. september 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.