Meginmál

Fjármálaeftirlitið opnar þjónustuborð vegna fjármálatækni (FinTech)

ATH: Þessi grein er frá 27. september 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur opnað þjónustuborð vegna fjármálatækni (FinTech). Tilgangurinn með opnun þjónustuborðsins er að stuðla að samskiptum við þá aðila sem veita (eða hyggjast veita) þjónustu á þessu sviði í því skyni að greina hvort umrædd þjónusta sé í samræmi við lög og hvort leyfi þurfi til starfseminnar.

Á FinTech þjónustuborðinu má meðal annars finna gátlista sem viðkomandi aðilar þurfa að fylla út ef þeir óska eftir aðkomu Fjármálaeftirlitsins. FinTech aðili sem svarar spurningum eftirlitsins getur vænst viðbragða innan tíu virkra daga. Í kjölfarið getur hann notið ráðgjafar eftirlitsins símleiðis eða óskað eftir fundi með FinTech sérfræðingum þess eins og nánar er lýst á þjónustuborði.