Meginmál

Erindi seðlabankastjóra um vexti, verðtryggingu og stöðu heimilanna

ATH: Þessi grein er frá 9. október 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri flutti erindi um vexti, verðtryggingu og stöðu heimilanna á fundi í Háskólabíói sem Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Verkalýðsfélag Akraness boðuðu til í samstarfi við Hagsmunasamtök heimilanna síðastliðinn laugardag. Í erindinu sagði seðlabankastjóri frá því að vextir Seðlabankans væru lágir hér á landi í innlendu og alþjóðlegu sögulegu samhengi, að vaxtamunur gagnvart viðskiptalöndum endurspegli mismunandi efnahagsástand hér og erlendis og að verðtryggð lán hafi að jafnaði verið talsvert ódýrari fyrir lántakendur en óverðtryggð. Þá hafi skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum minnkað talsvert á undanförnum árum og séu sambærilegar við það sem var fyrir 20 árum, hrein eign heimilanna miðað við sama mælikvarða hafi vaxið talsvert og vanskil minnkað mjög mikið.