Meginmál

Málstofa um áhrif bankaráðgjafar

ATH: Þessi grein er frá 19. október 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Á málstofunni, fimmtudaginn 19. október 2017,  mun Úlf Níelsson, dósent við Copenhagen Business School, fara yfir nýlega rannsókn sem sýnir áhrif bankaráðgjafar á fjárfestingarval einstaklinga í Danmörku. Niðurstöðurnar sýna að bankarnir sannfæra einstaklinga um að kaupa í verðbréfasjóðum sem tengjast bönkunum beint. Þetta er helsti áhrifavaldurinn á val á sjóði. Hefðbundnari skýringar líkt og söguleg ávöxtun sjóða og þóknanir hafa minni áhrif.

Málstofan hefst kl 15:00 og verður haldin í fundarsalnum Sölvhóli á fyrstu hæð í byggingu Seðlabankans við Kalkofnsveg 1 í Reykjavík. Gengið er inn frá Arnarhóli.

Sjá nánar hér um efni málstofunnar: