Meginmál

Undirbúningsfélag Verðbréfamiðstöðvarinnar hf. fær starfsleyfi til að starfa sem verðbréfamiðstöð

ATH: Þessi grein er frá 26. október 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið vill vekja athygli á því að Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur veitt Undirbúningsfélagi Verðbréfamiðstöðvarinnar hf. starfsleyfi til að starfa sem verðbréfamiðstöð samkvæmt lögum nr. 131/1997 um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Hluthafar félagsins eru Almenni lífeyrissjóðurinn, Arion banki hf., Gildi Lífeyrissjóður, Íslandsbanki hf., Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífsverk lífeyrissjóður, Birta lífeyrissjóður, Braml ehf., G60 ehf. og Lagahvoll slf. Félagið mun reka verðbréfauppgjörskerfi og annast uppgjör viðskipta með rafrænt skráð bréf. Í því felst m.a. að félagið mun annast pörun viðskipta, framkvæma fyrirmæli vegna uppgjörs, annast staðfestingu viðskipta og önnur atriði sem tengjast ferli við uppgjör verðbréfa.