Meginmál

Fjármálaeftirlitið birtir rekstraráætlanir fyrir árabilið 2014-2018

ATH: Þessi grein er frá 17. nóvember 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur gert rekstraráætlanir stofnunarinnar fyrir árabilið 2014 til 2018 aðgengilegar á heimasíðu.

Rekstraráætlanir Fjármálaeftirlitsins voru fram til ársins 2014 birtar á vef Alþingis í tengslum við árlegar breytingar á lögum nr. 99/1999 um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Með breyttu verklagi fjármála- og efnahagsráðuneytisins við vinnslu fjárlaga fyrir árið 2014 var birtingu hætt á vef Alþingis. Því birtir Fjármálaeftirlitið nú  rekstraráætlanirnar frá og með 2014 og fram til næsta árs á heimasíðu eftirlitsins.