Meginmál

TRS II gagnaskil í raunumhverfi

ATH: Þessi grein er frá 20. desember 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur opnað fyrir TRS II gagnaskil í raunumhverfi til prófana fram að áramótum. Sérstök athygli er vakin á því að auðkenni gagnaskilanna er 458 í raunumhverfi, sem er annað en í prófunarumhverfi. Skilaskyldir aðilar eru hvattir til að prófa að senda gögn inn í gegnum raunumhverfið fyrir áramót. Að loknu prófunartímabili verður lokað fyrir raunumhverfið þann 2. janúar 2018 og prófunargögn hreinsuð út.

Opnað verður fyrir raunskil í raunumhverfi þann 3. janúar 2018.