Meginmál

Afturköllun starfsleyfis European Risk Insurance Company hf.

ATH: Þessi grein er frá 12. febrúar 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi European Risk Insurance Company hf. (ERIC),  kt. 661103-2210, sem vátryggingafélag þar sem félagið fullnægir ekki ákvæðum laga nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi, um gjaldþol og hefur afsalað sér starfsleyfi sínu sem vátryggingafélag, sbr. 1. mgr. 90. gr. sömu laga.

Afturköllun starfsleyfis ERIC miðast við 12. febrúar 2014.

Þá hafa eftirtaldir aðilar verið skipaðir í skilastjórn félagsins samkvæmt 91. gr. laga um vátryggingastarfsemi:

Davíð A. Einarsson, löggiltur endurskoðandi

Erla S. Árnadóttir, hrl.

Páll Jóhannesson, hdl.

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ