Fara beint í Meginmál

Niðurstaða athugunar á fjárfestingum fyrir hönd viðskiptavina eignastýringar Kviku banka hf. og Virðingar hf.8. febrúar 2018

Fjármálaeftirlitið hóf athugun þann 14. júlí 2017 á fjárfestingum Kviku banka hf. og Virðingar hf. fyrir hönd viðskiptavina í eignastýringu. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort fjárfestingar væru í samræmi við skilgreinda fjárfestingarstefnu eignastýringarsamninga. Jafnframt var það markmið athugunarinnar að kanna hvernig lagt er mat á fjárfestingarkosti sem ekki eru skráðir á skipulegan verðbréfamarkað og þá hvernig samanburði við aðra fjárfestingarkosti er háttað.