Þann 6. mars næstkomandi kl. 10.00 fer fram kynning á viðmiðunarreglum EBA um áhættu vegna upplýsinga- og samskiptatækni í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins að Katrínartúni 2, 3. hæð.
Áhugasamir skrái sig á kynninguna með því að senda tölvupóst með fjölda þátttakenda og nöfnum þeirra á fme@fme.is, með efninu: Viðmiðunarreglur EBA varðandi áhættu vegna upplýsinga- og samskiptatækni.