Fyrsta tölublað ársins af Fjármálum, vefriti Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Í blaðinu fjalla þau Finnur Tryggvi Sigurjónsson og Úrsúla Ingvarsdóttir, sérfræðingar í vettvangsathugunum, um virka stýringu hlutabréfasjóða og Loftur Hreinsson, sérfræðingur í áhættugreiningu, skrifar grein undir yfirskriftinni: Samsettur áhættuvísir fyrir íslenska fjármálakerfið. Þá skrifar Jón Ævar Pálmason, sérfræðingur í áhættugreiningu, greinina: Opinber birting upplýsinga um vátryggingastarfsemi og Hjálmar Stefán Brynjólfsson, lögfræðingur á sviði yfirlögfræðings glímir við spurninguna: Hvenær öðlast PSD2 gildi hér á landi?
Fyrsta tölublað Fjármála 2018 er komið út
ATH: Þessi grein er frá 21. mars 2018 og er því orðin meira en 5 ára gömul.