Meginmál

Erindi Arnórs Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra um peningastefnu

ATH: Þessi grein er frá 28. mars 2018 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri flutti erindi um vandamál peningastefnu í litlu, opnu hagkerfi við óheftar fjármagnshreyfingar á fundi hjá Rótarý-félagi Reykjavíkur/austurbær í gær. Í erindinu fjallaði Arnór meðal annars um þá togstreitu sem jafnan ríkir á milli sjónarmiða aðlögunar og stöðugleika við mótun stefnunnar í gengis- og peningamálum, hvort heldur er á Íslandi eða erlendis, hvernig óheftar fjármagnshreyfingar takmarka valmöguleika stjórnvalda og hvaða leiðir eru færar til að bregðast við þeim vanda.