Meginmál

Alþjóðlegur vinnuhópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka birtir skýrslu sem byggð er á úttekt hópsins á stöðunni hér á landi

ATH: Þessi grein er frá 6. apríl 2018 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Financial Action Task Force (FATF) sem er alþjóðlegur vinnuhópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, birti í dag skýrslu sem byggð er á úttekt hópsins á stöðunni hér á landi. Helstu niðurstöður skýrslunnar hafa verið birtar á vef dómsmálaráðuneytisins. Þar kemur fram að stjórnvöld hafa þegar hafið vinnu sem miðar að því að bregðast við athugasemdunum með því að greina hvaða breytingar þarf að ráðast í  og útbúa aðgerðaráætlun.