Meginmál

Niðurstaða athugunar á ferli fjárfestingar Frjálsa lífeyrissjóðsins í Sameinuðu sílikoni hf.

ATH: Þessi grein er frá 10. apríl 2018 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á ferli fjárfestingar Frjálsa lífeyrissjóðsins í Sameinuðu sílikoni hf. síðastliðið haust, en lífeyrissjóðurinn útvistar starfsemi sinni að öllu leyti til Arion banka hf. Ítarleg upplýsinga- og gagnaöflun fór fram af hálfu stofnunarinnar í því skyni að varpa ljósi á fjárfestingarferlið og þær ákvarðanir sem sjóðurinn tók í tengslum við fjárfestingu í félaginu. Niðurstaða athugunarinnar lá fyrir í mars 2018.