Meginmál

Fjármálaeftirlitið veitir Fossum mörkuðum hf. aukið starfsleyfi

ATH: Þessi grein er frá 25. apríl 2018 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið veitti Fossum mörkuðum hf. aukið starfsleyfi hinn 24. apríl 2018 á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Starfsleyfi Fossa markaða hf. nær nú einnig til ráðgjafar til fyrirtækja um uppbyggingu eigin fjár, stefnumótun og skyld mál og ráðgjafar og þjónustu varðandi samruna fyrirtækja og kaup á þeim, sbr. c-lið 2. tölul. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 161/2002.

Starfsleyfi Fossa markaða hf. tekur nú til starfsheimilda skv. a–b-, d- og f-liðum 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002, sbr. a–b-, e- og g-liði 1. tölul. 1. mgr. 25. gr., og viðbótarþjónustu skv. a–c-, e- og g-liðum 2. tölul. 1. mgr. 25. gr. sömu laga.