Meginmál

Kynningar á vegum Seðlabankans á Peningamálum

ATH: Þessi grein er frá 10. september 2018 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fulltrúar Seðlabanka Íslands hafa að jafnaði kynnt efni ritsins Peningamál í nokkrum fjármálafyrirtækjum. Eftir útkomu Peningamála 29. fyrra mánaðar hafa fulltrúar bankans kynnt efni ritsins í Kviku banka, hjá verðbréfafyrirtækinu Fossar, í Íslandsbanka og Arion banka. Kynningarefnið er aðgengilegt hér á vefnum, en það voru Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sem sáu um kynningarnar.

Kynningarefnið er aðgengilegt hér: PM 2018/3.