Seðlabanki Íslands hefur gefið út rit sem fjallar um kosti og galla þess að gefa út svokallaða rafkrónu en ritið er fyrsta skref bankans til frekari vinnu og greiningar á áhrifum slíkrar útgáfu.
Ritið er hið tólfta í röð Sérrita Seðlabanka Íslands og er það nú aðgengilegt hér á vefsíðu bankans.