Meginmál

Annað tölublað Fjármála 2018 komið út

ATH: Þessi grein er frá 1. október 2018 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Annað tölublað Fjármála 2018 er komið út og er blaðið óvenju efnismikið að þessu sinni. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, skrifar greinina: Áratugur frá hruni – Umbætur í starfi Fjármálaeftirlitsins og verkefnin framundan, Jón Ævar Pálmason, sérfræðingur í áhættugreiningu fjallar um uppgjör lífeyrissjóða og áskoranir. Þeir Guðmundur Örn Jónsson og Kristján Ólafur Jóhannesson, sérfræðingar í áhættugreiningu, skrifa greinina Basel III: Lokaskrefin í nýjum staðli. Þá fjallar Hjálmar Stefán Brynjólfsson, lögfræðingur á sviði yfirlögfræðings, um PSD2 og tæknistaðlana sem varða framtíðina. Loks skrifar Bjarni Magnússon, sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti, um hvort hluthafastefnur íslenskra fagfjárfesta hafi breyst á síðustu árum.