Meginmál

Kynning á viðmiðunarreglum EBA um stjórnarhætti fjármálafyrirtækja 17. október nk.

ATH: Þessi grein er frá 15. október 2018 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Á miðvikudaginn 17. október kl. 8:30-10:00 fer fram kynning á viðmiðunarreglum EBA um innri stjórnarhætti og sameiginlegum viðmiðunarreglum ESMA og EBA um mat á hæfi stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins.

Áhugasamir skrái sig á kynninguna með því að senda tölvupóst með fjölda þátttakenda og nöfnum þeirra á fme@fme.is, með efninu: „Viðmiðunarreglur EBA um stjórnarhætti fjármálafyrirtækja“ eigi síðar en kl 12:00 16. október nk.