Yfirlýsing peningastefnunefndar verður birt á morgun, 7. nóvember klukkan 8:55 hér á vef Seðlabanka Íslands. Klukkan 9:00 verða Peningamál, fjórða hefti 2018, einnig birt á vefnum. Klukkustund síðar fer fram vefútsending þar sem Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og meðlimur í peningastefnunefnd, skýra ákvörðun og yfirlýsingu peningastefnunefndar, auk þess að gera grein fyrir efni Peningamála. Vefútsendingin hefst klukkan 10:00 og verður aðgengileg á vef bankans.
Yfirlýsing peningastefnunefndar og útgáfa Peningamála, 7. nóvember
ATH: Þessi grein er frá 6. nóvember 2018 og er því orðin meira en 5 ára gömul.