Meginmál

Fræðsluefni gefið út um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

ATH: Þessi grein er frá 26. nóvember 2018 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Dómsmálaráðuneytið hefur birt fræðsluefni um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka á vef sínum. Um er að ræða tvo bæklinga sem fjalla annars vegar um rannsóknar- og tilkynningarskyldu tilkynningarskyldra aðila og hins vegar um þjálfun starfsmanna.

Frekara fræðsluefni er í undirbúningi, þar á meðal um einstaka efnisþætti laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka svo sem um ábyrgðarmenn, áreiðanleikakannanir, áhættumat og fleira. Auk þess er í undirbúningi  efni sem beint er að einstökum tilkynningarskyldum aðilum svo sem lögmönnum, fasteignasölum og endurskoðendum, svo og fjármálamarkaðnum í heild sinni.

Fjallað er um eftirlit með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka á vef Fjármálaeftirlitsins og þar verður einnig hægt að nálgast það fræðsluefni sem gefið er út um þetta efni.