Fara beint í Meginmál

Tímabundin stöðvun viðskipta – afturköllun26. nóvember 2018

Fjármálaeftirlitið ákvað í morgun að stöðva tímabundið viðskipti með fjármálagerninga Icelandair Group hf. sem teknir hafa verið til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq OMX Iceland hf. Fjármálaeftirlitið hefur nú afturkallað kröfur um tímabundna stöðvun í kjölfar tilkynningar frá félaginu um framgang mála um kaup á Wow air hf.

Ákvörðunin var tekin til að vernda jafnræði fjárfesta.