Fjármálaeftirlitið hefur hafið ársfjórðungslega birtingu gagnatafla íslenskra vátryggingafélaga á samandregnu formi. Gagnatöflurnar byggja á ársfjórðungslegum gagnaskilum vátryggingafélaga á móðurfélagsgrunni. Þessar fyrstu ársfjórðungslegu gagnatöflur sem birtar eru ná til þriðja ársfjórðungs 2018.
Hér er einnig samantekt um þróun helstu stærða úr rekstri skaðatryggingafélaga og líftryggingafélaga á þriðja ársfjórðungi.