Meginmál

Fjármálaeftirlitið hefur metið Kviku banka hf. hæfan til að fara með virkan eignarhlut í GAMMA Capital Management hf.

ATH: Þessi grein er frá 18. janúar 2019 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Hinn 17. janúar sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Kvika banki hf., kt. 540502-2930, væri hæfur til að fara með virkan eignarhlut í GAMMA Capital Management hf. eða sem nemur yfir 50%, skv. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.