Meginmál

Kynningarfundur fyrir starfsmenn fyrirtækja sem hafa heimild til að veita þjónustu í verðbréfaviðskiptum

ATH: Þessi grein er frá 14. febrúar 2019 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hélt í gær kynningarfund fyrir starfsmenn fjármálafyrirtækja sem hafa heimild til að veita þjónustu í verðbréfaviðskiptum. Á fundinum voru haldnar kynningar á völdum atriðum úr tilskipun Evrópusambandsins nr. 2014/65/ESB (MiFID II) og reglugerð nr. 600/2014/ESB (MiFIR) til að vekja athygli ofangreindra aðila á þeim nýjungum sem kunna að hafa áhrif á starfsemi þeirra. Áætlað er að MiFID II og MiFIR verði innleiddar í íslensk lög á árinu 2019 og bendir Fjármálaeftirlitið á að hægt er að senda fyrirspurnir um MiFID II og MiFIR á netfangið: mifid2@fme.is

Meðfylgjandi eru skjöl með glærukynningum sem voru fluttar á fundinum.