Meginmál

Mikilvægt er að fjárfestar kynni sér vel þau fyrirtæki sem þeir hyggjast eiga viðskipti við

ATH: Þessi grein er frá 15. febrúar 2019 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitinu hafa borist upplýsingar um að erlent fyrirtæki, sem hefur ekki leyfi til að veita fjárfestingarþjónustu á Íslandi, hafi sett sig í samband við innlenda fjárfesta og boðið þeim að eiga svokölluð FX viðskipti sem tengd eru gjaldeyri. Af þessu tilefni vill Fjármálaeftirlitið leggja áherslu á að mikilvægt er að fjárfestar kynni sér vel þá aðila sem þeir ákveða að eiga viðskipti við og afli sér upplýsinga um þann kostnað sem fylgir viðskiptunum. Á þetta ekki síst við um flókna og áhættusama fjármálagerninga og þjónustu sem kaupandinn hefur ekki þekkingu á.

Financial Conduct Authority í Bretlandi birti á síðasta ári viðvörun vegna sölu þessa sama fyrirtækis á FX viðskiptum í Bretlandi á vefsíðu sinni sem og á vefsíðu International organization of securities commissions (IOSCO).

Fjármálaeftirlitið vekur ennfremur athygli á að á heimsíðu Fjármálaeftirlitsins má finna tengla á vefsíður IOSCO og ESMA sem birta viðvaranir til fjárfesta.