Fara beint í Meginmál

Viðnámsþróttur heimila, áhrif hækkunar fasteignaverðs og grænn fjármálamarkaður í nýútkomnum Fjármálum20. febrúar 2019

Fyrsta tölublað ársins af Fjármálum, vefriti Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Efni Fjármála er afar fjölbreytt að þessu sinni. Bryndís Ásbjarnardóttir, forstöðumaður þjóðhagsvarúðar fjallar um sveiflujöfnunarauka og kerfisáhættu í samnefndri grein. Loftur Hreinsson, sérfræðingur í þjóðhagsvarúð skrifar um greiningu á viðnámsþrótti heimila og fyrirtækja og Jón Guðjónsson, sérfræðingur í þjóðhagsvarúð spyr: Hefur hækkun fasteignaverðs aukið kerfisáhættu á fjármálamörkuðum?

Í blaðinu er einnig að finna tvær greinar varðandi efni sem fallið getur undir sjálfbær fjármál eða sustainable finance. Sigurður Freyr Jónatansson, sérfræðingur í þjóðhagsvarúð, skrifar um grænan fjármálamarkað og áhrif loftlagsbreytinga og aðgerða í loftslagsmálum á fjármálamarkað og Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur í áhættugreiningu, fjallar um lífeyrissjóði og ábyrgar fjárfestingar.

Að lokum fjallar svo Helga Rut Eysteinsdóttir, lögfræðingur á sviði lagalegs eftirlits og vettvangsathugana, um ný heildarlög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.