Hér er birt bréf sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri sendi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra 29. fyrra mánaðar um þá lærdóma sem að mati seðlabankastjóra ber að draga af reynslunni um framkvæmd gjaldeyriseftirlits á vegum Seðlabanka Íslands í tengslum við áformaða sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Í bréfinu er varpað ljósi á sum þeirra atriða sem hafa verið í umræðu um þessi mál í framhaldi af áliti umboðsmanns sem birt var 25. fyrra mánaðar og greinargerð bankaráðs sem birt var í gær. Rétt er að geta þess að í bréfinu eru afmáð þau atriði sem trúnaður skal gilda um.
Bréf seðlabankastjóra til forsætisráðherra vegna gjaldeyriseftirlits og sameiningar SÍ og FME
ATH: Þessi grein er frá 27. febrúar 2019 og er því orðin meira en 5 ára gömul.