Meginmál

Upptaka frá morgunverðarfundi um eiginfjárkröfur og viðnámsþrótt banka

ATH: Þessi grein er frá 8. mars 2019 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið efndi til morgunverðafundar um eiginfjárkröfur og viðnámsþrótt banka þann 5. mars síðastliðinn og fór fundurinn fram á ensku. Tilefni fundarins var að Fjármálaeftirlitið hefur starfað í tuttugu ár og var fundurinn annar í röð funda um áhugaverð málefni tengd fjármálakerfinu sem Fjármálaeftirlitið heldur af því tilefni.

Framsögumenn á fundinum voru: Martin Hellwig, prófessor og annar höfundur metsölubókarinnar The Bankers' New Clothes: What's Wrong with Banking and What to Do About It, Perla Ösp Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Landsbankanum og Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins opnaði fundinn og stýrði honum.

Hér er hægt að horfa á upptöku af fundinum: