Fjármálaeftirlitið hóf í október 2018 athugun á skilmálum fjölskyldutrygginga og túlkun þeirra í tengslum við framkvæmd á tjónsuppgjöri vegna reiðhjólaóhappa og slysa. Markmið athugunarinnar var að skoða sérstaklega hvort framkvæmdin væri í samræmi við II. kafla laga nr. 30/2004 um vátryggingasamninga, 9. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi og 4. gr. reglna nr. 673/2017 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga.
Niðurstaða athugunar á túlkun skilmála og framkvæmd tjónsuppgjörs vegna fjölskyldutrygginga hjá Sjóvá – Almennum tryggingum hf. og Vátryggingafélagi Íslands hf.
ATH: Þessi grein er frá 12. mars 2019 og er því orðin meira en 5 ára gömul.