Meginmál

Virkir eigendur Íslenskra verðbréfa hf.

ATH: Þessi grein er frá 27. mars 2019 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Hinn 25. mars sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Björg Capital ehf. og tengdir aðilar teldust hæfir til að fara með virkan eignarhlut sem nemur 50% í Íslenskum verðbréfum hf., þ.m.t. í dóttur- og hlutdeildarfélögunum ÍV sjóðum hf. og T Plús hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið lagði mat á hæfi Bjargar Capital ehf. til að fara með virkan eignarhlut í Íslenskum verðbréfum hf. með beinni hlutdeild. Jafnframt lagði Fjármálaeftirlitið mat á hæfi LMJ Kapital ehf. og Þorbjargar Stefánsdóttur til að fara með virkan eignarhlut í sama verðbréfafyrirtæki með óbeinni hlutdeild.