Fara beint í Meginmál

Niðurstaða um brot Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. á 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti 9. apríl 2019

Hinn 18. mars 2019 komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Lánasjóður sveitarfélaga ohf. hefði brotið gegn 3. ml. 1. mgr. 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.) þar sem sjóðurinn tilkynnti Fjármálaeftirlitinu ekki samdægurs um að hafa lánað viðskiptavaka skuldabréf útgefin af sjóðnum (svokölluð verðbréfalán). Um var að ræða nokkurn fjölda tilvika á tímabilinu 20. ágúst 2009 til 30. maí 2018.
Gagnsaei-Lanasjodur-sveitarfelaga-09042019