Meginmál

Kynning á viðmiðunarreglum um áhættuþætti

ATH: Þessi grein er frá 15. apríl 2019 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Þann 12. apríl 2019 var haldin kynning fyrir tilkynningarskylda aðila skv. lögum nr. 140/2018 á viðmiðunarreglum evrópsku eftirlitsstofnananna um áhættuþætti. Kynningin var vel sótt af fulltrúum þeirra tilkynningarskyldu aðila sem heyra undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins og er liður í undirbúningi þessara aðila fyrir gildistöku kröfu um gerð áhættumats sem tekur gildi þann 1. júní nk. Glærur frá kynningunni má finna hér.