Meginmál

Nóbelsverðlaun Halldórs Laxness í myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns á 17. júní

ATH: Þessi grein er frá 13. júní 2019 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Á sýningunni verða munir sem Seðlabankanum hefur verið falið að varðveita og eru tengdir rithöfundinum Halldóri Kiljan Laxness  Þar á meðal eru nóbelsverðlaunin sem Halldór hlaut árið 1955 og ýmsir aðrir munir tengdir honum, auk valinna ritverka. Þar á meðal er fyrsta útgáfa af Barni náttúrunnar, en um þetta leyti eru hundrað ár liðin frá útkomu þeirrar bókar. Þá verður sýnd gullstöng af sömu gerð og er í gulleign Seðlabanka Íslands, sem er hluti af gjaldeyrisforða bankans. Gestir geta handfjatlað stöngina og komist að þyngd hennar og virði. Enn fremur Þá verður sýnt valið úrval málverka í eigu Seðlabankans í fundarsalnum Sölvhóli. Í myntsafni Seðlabankans og Þjóðminjasafns gefur auk þess að líta íslenska peningaseðla og mynt, ásamt ýmsum munum tengdum peningum fyrr og nú um víða veröld.

Safnið verður opið frá klukkan 14:00 til 18:00 á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Gengið er inn frá Arnarhóli.