Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman skýrslu með heildarniðurstöðum ársreikninga ársins 2018 hjá fjármálafyrirtækjum, þ.e. viðskiptabönkum, sparisjóðum, lánafyrirtækjum, verðbréfafyrirtækjum og rekstrarfélögum verðbréfasjóða. Í skýrslunni er einnig að finna upplýsingar um heildareignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í rekstri einstakra rekstrarfélaga og heildareignir fagfjárfestasjóða í rekstri rekstrarfélaga og annarra rekstraraðila. Jafnframt er í skýrslunni að finna nánar tilteknar upplýsingar um Íbúðalánasjóð og greiðslustofnanir.
Sú breyting hefur verið gerð að skýrslan er nú gefin út á Excel sniði. Er það gert til að koma betur til móts við þarfir notenda.