Ritið Fjármálainnviðir 2019 hefur verið birt á vef Seðlabanka Íslands 24. júní 2019
ATH: Þessi grein er frá 24. júní 2019 og er því orðin meira en 5 ára gömul.
Ritið Fjármálainnviðir 2019 hefur verið birt á vef Seðlabanka Íslands.
Í ritinu, sem hefst á formála seðlabankastjóra, er að þessu sinni fjallað um kerfislega mikilvæga fjármálainnviði, greiðsluflæði og sviðsmyndir áhættu, smágreiðslumiðlun, greiðsluhegðun heimila og áætlaðan kostnað samfélagsins við smágreiðslumiðlun.
Í ritinu er jafnframt fjöldi skýringarmynda og talnaefni.
Ritið hefur komið út einu sinni á ári síðan 2013, en áður var þessi umfjöllun hluti af ritinu Fjármálastöðugleiki.
Sjá hér ritið Fjármálainnviðir 2019