Fjármálaeftirlitið hefur birt uppfært gagnalíkan skuldbindingaskrár – útgáfu 2.0, sem tekur gildi 1. október næstkomandi. Fyrstu skil samkvæmt útgáfu 2.0 verða 20.11. miðað við uppgjörsdag 31.10.2019.
Fjármálaeftirlitið hélt kynningarfund fyrir lánastofnanir þann 20. júní síðastliðinn þar sem gerð var grein fyrir helstu breytingum gagnalíkansins frá útgáfu 1.5, en þær felast m.a. í nýjum kafla vegna skila á upplýsingum um fasteignalán til neytenda sem safnað hefur verið í óreglulegum takti til þessa, en færast nú í regluleg skil með skuldbindingaskrá. Þá var jafnframt gerð grein fyrir því hvernig kröfur um meðferð persónugreinanlegra upplýsinga verða uppfylltar.